Rýma búðir hælisleitenda

AFP

Franska lögreglan rýmdi ólöglegar búðir hælisleitenda frá Súdan og Erítreu í borginni Nantes í morgun en þar hafði fólkið haldið til í tjaldbúðum í meira en mánuð.

Samkvæmt upplýsingum frá borgaryfirvöldum voru 455 fluttir á brott í aðgerðunum í morgun en ástæðan fyrir því að gripið var til þessara aðgerða voru áhyggjur af hreinlæti. Meðal annars höfðu rottur gert sig heimakomnar þar og hluti íbúanna var kominn með kláðamaur. 

Frá Nantes í morgun.
Frá Nantes í morgun. AFP

Íbúar Nantes eru 300 þúsund talsins. Á einu ári hefur hælisumsóknum þar fjölgað um 28% sem er svipað og í flestum borgum Frakklands. Hópurinn var sendur í sal á vegum borgaryfirvalda og er verið að fara yfir mál fólksins. 

AFP

Borgaryfirvöld segja að eins mögrum þeirra og hægt er verði veitt skjól en því miður væri ekki auðvelt að finna húsnæði fyrir allan hópinn. Í síðustu viku greindu yfirvöld frá því að aðeins væri möguleiki að hýsa 100 hælisleitendur til viðbótar í neyðarskýlum í héraðinu. Annars væri allt yfirfullt. Það þýðir að sögn þeirra sem reyna að styðja við bakið á flóttafólki að um 300 þeirra þurfi að sofa á götum úti í nótt.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert