Þjálfari Nígeríu sést þiggja peninga

AFP

Aðstoðarþjálfari landsliðs Nígeríu í knattspyrnu, Salisu Yusuf, sést á myndskeiði, sem birt er á BBC í dag, þiggja fé frá mönnum sem þykjast vera umboðsmenn knattspyrnumanna.

Myndskeiðið er tekið upp af blaðamanninum Anas Aremeyaw Anas í september 2017 en er fyrst sýnt núna á BBC Africa Eye. Samkvæmt myndskeiðinu virðist þjálfarinn þiggja fé í tengslum við val á leikmönnum en Yusuf var aðstoðarþjálfari liðsins á HM þegar Nígería hafði betur gegn Íslandi. 

Ætlunin er að hann verði þjálfari liðsins á Ólympíuleikunum 2020.

Hér er hægt að horfa á myndskeiðið

mbl.is
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Snjóblásarar
Öflugir snjóblásarar fyrir þrítengi á traktora allt að 240cm breiðir. Jarðtætar...