Þjálfari Nígeríu sést þiggja peninga

AFP

Aðstoðarþjálfari landsliðs Nígeríu í knattspyrnu, Salisu Yusuf, sést á myndskeiði, sem birt er á BBC í dag, þiggja fé frá mönnum sem þykjast vera umboðsmenn knattspyrnumanna.

Myndskeiðið er tekið upp af blaðamanninum Anas Aremeyaw Anas í september 2017 en er fyrst sýnt núna á BBC Africa Eye. Samkvæmt myndskeiðinu virðist þjálfarinn þiggja fé í tengslum við val á leikmönnum en Yusuf var aðstoðarþjálfari liðsins á HM þegar Nígería hafði betur gegn Íslandi. 

Ætlunin er að hann verði þjálfari liðsins á Ólympíuleikunum 2020.

Hér er hægt að horfa á myndskeiðið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert