Eldgos gæti varað árum saman

Enn gýs kröftuglega í Kilauea-fjallinu á Hawaii.
Enn gýs kröftuglega í Kilauea-fjallinu á Hawaii. AFP

Eldgosið í Kilauea-fjalli á Hawaii gæti varað mánuðum eða jafnvel árum saman. Gosefnin gætu ógnað fleiri byggðarkjörnum á stærstu eyju eyjaklasans. Þetta kemur fram í nýju mati bandarískra jarðvísindamanna.

Að minnsta kosti 712 heimili hafa nú þegar eyðilagst vegna gossins og þúsundir íbúa hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir að Kilauea hóf að gjósa 3. maí.

Talið er að fleiri svæði séu nú í hættu, meðal annars vegna þess að óttast er að hraunstraumurinn frá fjallinu og gossprungum við það breyti um farveg. 

Hraun flæðir frá austurhlið fjallsins, þeirri sömu og árin 1840, 1955 og 1960. Lengsta gosið var árið 1955 og stóð það yfir í 88 daga. 

Yfirstandandi gos er talið líklegt til að vara enn lengur og verða það lengsta í sögu fjallsins. Í fyrri gosum opnuðust fleiri gossprungur. Nú gýs aðallega úr einni og því er gosþrýstingurinn sagður mikill.

Frétt Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert