Taílensku drengirnir í klaustur

Drengirnir hlutu blessun í klaustrinu Phra That Doi Wao fyrr ...
Drengirnir hlutu blessun í klaustrinu Phra That Doi Wao fyrr í dag. AFP

Taílensku drengirnir, sem bjargað var úr hellinum í Taílandi á dögunum, munu verja níu dögum í klaustri frá og með morgundeginum. Hefð er fyrir því að taílenskir karlmenn sem lenda í ógöngum geri slíkt og munu allir drengirnir tólf taka þátt, nema einn sem er kristinn.

Drengirnir voru allir útskrifaðir af spítala í síðustu viku og eru sagðir vera við góða heilsu, en þeir voru fastir í Tham Luang-hellunum í Norður-Taílandi í tvær vikur.

Klausturdvölin er sögð eiga að vera andleg hreinsun fyrir drengina og stendur til að raka af þeim hárið að sið búddamunka.

„Þeir ættu að verja tíma í klaustrinu. Það er þeim fyrir bestu,“ segir Seewad Sompiangjai, afi eins drengsins, í samtali við BBC í dag.

Þeir munu sækja ólík klaustur og dvelja þar fram til laugardagsins 4. ágúst. Lengd dvalarinnar, níu dagar, er engin tilviljun enda er níu talin happatala í Taílandi.

AFP
mbl.is
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Down Town Reykjavik, S. 7660348, Alina...
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...