Í brúðkaupsferð er hann lést í gróðureldunum

Brian O‘Callaghan-Westropp var í brúðkaupsferð ásamt konu sinni Zoe Holohan …
Brian O‘Callaghan-Westropp var í brúðkaupsferð ásamt konu sinni Zoe Holohan í Mati er eldarnir kviknuðu. Skjáskot/Facebook

Einn þeirra sem létust í gróðureldunum í og við Aþenu í Grikklandi á mánudag var Írinn Brian O‘Callaghan-Westropp sem var þar í brúðkaupsferð ásamt konu sinni Zoe Holohan. Þau urðu aðskilin er þau reyndu að flýja logana sem lögðust yfir strandbæinn Mati.

Eldarnir urðu að minnsta kosti 80 manns að bana og leit stend­ur enn yfir að tug­um manna sem er saknað. Bíl­ar og hús hafa brunnið til kaldra kola. Um mann­skæðustu skóg­ar­elda í nú­tíma­sögu Evr­ópu er að ræða.  

Írski sendiherrann í Grikklandi hefur staðfest að O'Callaghan-Westropp sé í hópi hinna látnu. Samúð okkar er með fjölskyldu hans,“ hefur BBC eftir sendiherranum Orla O‘Hanrahan, en fjölskyldan hefur óskað eftir næði til að syrgja í friði.

Þá hefur utanríkisráðherra Írlands staðfest að einn írskur ríkisborgari sé meðal þeirra sem fá aðhlynningu á sjúkrahúsi vegna brunasára sem hann hafi hlotið í eldunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert