Skógareldar í Grikklandi (myndir)

Eldhaf við þorpið Kineta í nágrenni Aþenu.
Eldhaf við þorpið Kineta í nágrenni Aþenu. AFP

Gróðureldarnir í og við Aþenu á Grikklandi hafa orðið 79 manns að bana. Rýma hefur þurft fjölda húsa og koma íbúum í öruggt skjól. Bílar og hús hafa brunnið til kaldra kola. Um mannskæðustu skógarelda í nútímasögu Evrópu er að ræða. 

Margir flúðu niður að strönd til að forðast eldtungur og gríðarlegan reyk sem frá eldunum stafar. Margra er enn saknað.

Eldurinn braust út á mánudagskvöld. Fólk reyndi að flýja ýmist á hlaupum eða í bílum sínum. 

26 manns, sem ekki tókst að komast undan, fundust í faðmlögum í húsi í strandbænum Mati um 40 kílómetrum norðaustur af Aþenu. 

Hér að neðan má sjá myndir af þessum gríðarlegu eldum.

Þyrla reynir að hefta útbreiðslu eldanna í nágrenni Aþenu.
Þyrla reynir að hefta útbreiðslu eldanna í nágrenni Aþenu. AFP
Eldur í bókaskáp í húsi í þorpinu Neos Voutzas í …
Eldur í bókaskáp í húsi í þorpinu Neos Voutzas í nágrenni Aþenu. AFP
Hús sem brann til kaldra kola í þorpinu Mati í …
Hús sem brann til kaldra kola í þorpinu Mati í nágrenni Aþenu. AFP
Gríðarleg eyðilegging í Mati.
Gríðarleg eyðilegging í Mati. AFP
Reykur frá skógareldunum austur af Aþenu.
Reykur frá skógareldunum austur af Aþenu. AFP
Langar raðir bíla í Kineta í nágrenni Aþenu. Reyk- og …
Langar raðir bíla í Kineta í nágrenni Aþenu. Reyk- og eldveggur blasir við. AFP
Eldtungur gleypa hús í Kineta.
Eldtungur gleypa hús í Kineta. AFP
Slökkviliðsmenn bera lík fórnarlambs eldanna í þorpinu Mati.
Slökkviliðsmenn bera lík fórnarlambs eldanna í þorpinu Mati. AFP
Eldar loga á skógi vaxinni hæð fyrir ofan bæinn Rafina.
Eldar loga á skógi vaxinni hæð fyrir ofan bæinn Rafina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert