Svara með stækkun landnemabyggða

Palestínskir mótmælendur kasta steinum að ísraelskum hermönnum í þorpinu Kobar ...
Palestínskir mótmælendur kasta steinum að ísraelskum hermönnum í þorpinu Kobar á hinum hertekna Vesturbakka. AFP

Ísraelar ætla að byggja hundruð nýrra heimila í landnemabyggðum á hinum hertekna Vesturbakka eftir að Palestínumaður stakk þrjá Ísraela með þeim afleiðingum að einn þeirra lést. Þetta segir varnarmálaráðherra Ísraels, Avigdor Lieberman.

„Besta svarið við hryðjuverkum er að stækka landnemabyggðirnar,“ skrifaði Lieberman á Twitter í morgun er hann tilkynnti að 400 ný hús yrðu reist í landnemabyggð sem kölluð er Adam og er norður af Jerúsalem.

Landnemabyggðirnar eru ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum.

Palestínsku Hamas-samstökin sögðu Palestínumanninn sem stakk Ísraelana hafa unnið hetjudáð og að um hefnd hafi verið að ræða eftir að þrír Palestínumenn voru drepnir á Gaza á miðvikudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...