Mugabe snýr baki við flokki sínum

Ófáir fréttamiðlar vildu fá að heyra hvað hinn aldraði Mugabe …
Ófáir fréttamiðlar vildu fá að heyra hvað hinn aldraði Mugabe hafði að segja. AFP

Robert Mugabe, fyrrverandi forseti Zimbabwe, sem steypt var af stóli af her landsins í nóvember, hefur kallað eftir því að fyrrverandi flokkur hans verði kosinn burt úr ríkisstjórninni í kosningum sem fram fara á morgun.

Mugabe, sem er 94 ára, kom fram opinberlega fyrr í dag í fyrsta sinn síðan hershöfðingjar hans neyddu hann til að segja af sér á síðasta ári. Þá hafði hann setið á valdastóli í 37 ár.

„Ég vona að valið eða kosningarnar sem fram fara á morgun [...] muni ýta úr vegi stjórn hersins og koma aftur á fót stjórnlagalegu réttmæti,“ sagði Mugabe.

Emmerson Mnangagwa, núverandi forseti og fyrrverandi bandamaður Mugabe í ZANU-PF-flokknum, stendur andspænis stjórnarandstöðuleiðtoganum Nelson Chamisa í kosningunum sem fram fara á morgun.

„Ég get ekki kosið þá sem pyntuðu mig,“ sagði Mugabe í dag. „Ég get ekki kosið ZANU-PF [...] hvað er þá eftir? Ég held að það sé bara Chamisa.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert