Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð

Innanríkisráðherra Tadsikistan, Ramazon Hamro Rahimzoda, ræðir við blaðamenn vegna árásarinnar …
Innanríkisráðherra Tadsikistan, Ramazon Hamro Rahimzoda, ræðir við blaðamenn vegna árásarinnar í Dushanbe í dag. AFP

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árás á erlenda hjólreiðamenn í Tadsikistan, sem kostaði fjóra lífið. Samtökin segja í yfirlýsingu að hermenn á þeirra snærum hafi keyrt á hjólreiðamennina.

Fórnarlömbin voru tveir Bandaríkjamenn, Svisslendingur og Hollendingur, en ekið var á þá í gær í Danghara-héraði, um 100 kílómetra norðan við höfuborgina Dushanbe.

Þrír til viðbótar slösuðust og þar af var einn þeirra með stungusár. Yfirvöld í Tadsikistan hafa ekki staðfest að um hryðjuverk hafi verið að ræða, en voru þó að skoða hvort það gæti verið.

mbl.is