Iðnaðarmaður sektaður fyrir rusl í vinnubíl

Stewart Gosling var sektaður um tæpar 42.000 krónur fyrir að ...
Stewart Gosling var sektaður um tæpar 42.000 krónur fyrir að nota poka, sem er sérstaklega ætlaður undir iðnaðarrusl, fyrir almennt rusl. Skjáskot/Telegraph

43 ára gamall iðnaðarmaður í austurhluta Lundúna var sektaður um 300 pund fyrr í sumar, fyrir að vera með rusl í vinnubíl sínum án leyfis. Ruslið sem um ræddi var flöskur, samlokubréf, dagblöð og annað smálegt sem fylgir því að snattast um á vinnubíl allan daginn. 

Maðurinn, Stewart Gosling, segir í viðtali við Telegraph að hann hafi verið með ruslið í poka í bílnum, er hann var stoppaður fyrir tilviljun af bæjarstarfsmönnum í Chingford, í norðausturhluta Lundúnaborgar.

Bæjarstarfsmennirnir kröfðu hann um pappíra, skjalfest vottorð um leyfi til ruslaflutninga, sem hann var að sjálfsögðu ekki með, enda starfar Gosling ekki við ruslaflutninga, heldur sem þakviðgerðaverktaki. Pokinn var í skotti vinnubílsins.

Það dugði til þess að Gosling fékk væna sekt, en 300 pund eru jafnvirði tæplega 42.000 íslenskra króna.

Gosling er að sjálfsögðu bálillur vegna þessa og hefur reynt að mótmæla sektinni, án árangurs. Hann segir í samtalinu við Telegraph að verið sé að refsa honum sem verkamanni, fyrir það eitt að vera í vinnunni.

"It's so infuriating. The working-class man gets penalised for going to work basically."

„Ég skildi þetta ekki eftir í garðinum hjá einhverjum. Þetta er alveg helvíti pirrandi," segir Gosling, sem þykir sektarákvörðunin í meira lagi ósanngjörn, en ætlar þó að reyna að semja um hana við sveitarfélagið.

Pokinn sjálfur var mergur málsins

Telegraph leitaði viðbragða hjá sveitarfélaginu sem gaf út sektina, en það ber nafnið Waltham Forest. Svarið frá talsmanni þess var einfalt:

„Ruslið í þessu tilfelli var flutt í poka sem er sérstaklega ætlaður undir iðnaðarrusl,“ sagði hann og bætti við að það skipti engu máli þótt einungis almennt rusl hefði verið í pokanum, þar sem allir sem ætluðu sér að flytja rusl af einhverju tagi í pokum sem þessum, þyrftu að hafa gilt leyfi til sorpflutninga.

Og hana nú.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Tæki fyrir skógræktina
Framundan er grisjun. Öflugir vökvastýrðir kurlarar, viðarkljúfar, stubbafræsar...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...