Skutu mann með Downs-heilkenni til bana

Tvítugur sænskur karlmaður með Downs-heilkenni var skotinn til bana af ...
Tvítugur sænskur karlmaður með Downs-heilkenni var skotinn til bana af sænsku lögreglunni í nótt. Mynd úr safni. AFP

Lögreglumenn í Stokkhólmi skutu tvítugan mann til bana í Vasastan-hverfinu í höfuðborginni í nótt. Lögreglunni barst tilkynning um vopnaðan mann um klukkan fjögur í nótt og segir að gripið hafi verið til skotvopna þar sem talið var að hætta stafaði af manninum.

Sænskir fjölmiðlar greina frá því að hinn látni, Eric Torell, hafi verið með Downs-heilkenni og byssan sem hann bar reyndist vera leikfangabyssa. Katarina Söderberg, móðir Torell, segir í samtali við Expressen í dag að sonur hennar hafi verið „ljúfasti maður í heimi.“

Hún ákvað að ræða við fjölmiðla þar sem aðeins hafi verið greint frá hlið lögreglunnar í málinu. „Barn með Downs-heilkenni og einhverfur, hvernig getur hann verið ógnandi? Það er ómögulegt,“ segir Katarina í samtali við Aftonbladet. Hún segir að það hafi vissulega verið óheppilegt að sonur hennar hafi verið með leikfangabyssu en furðar sig á því af hverju hann hafi verið skotinn til bana. „Skjótið hann frekar í fótinn,“ segir Katarina.

Katarina sá son sinn síðast í gærkvöldi þegar hann var keyrður af ferðaþjónustu fatlaðra til föður síns þar sem hann átti að eyða nóttinni. Katarina segir að sonur hennar ætti það til að strjúka að heiman á nóttunni og að sú hafi verið raunin í nótt. Faðir Torell tilkynnti um hvarf sonarins í nótt og kom þá fljótlega í ljós að Torell hafði verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum.

Innri rannsókn er hafin á málinu innan lögreglunnar en enginn lögreglumaður er grunaður um glæp á þessu stigi rannsóknarinnar.

Alls hafa sjö manns verið skotnir til bana í aðgerðum sænsku lögreglunnar það sem af er ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
20.000 kr lækkun á nuddbekkjum tímabundið www.egat.is
Ef þú ert mikið fyrir að fara upp á bekk og nudda viðskiptavin þannig þá er þett...
Til leigu
Herbergi, stofa og svefniherbergi ásamt snyrtingu til leigu í Austurbæ Kópavogs....
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEIT OLIA OG STEINAR- RÓAR HUGANN OG GEFUR BÆTTA LÍÐAN. tÍMAPANTANIR SIMI 8...