Nærri 250 drukknað í Póllandi síðan í apríl

Margir hafa drukknað það sem af er ári í pólskum …
Margir hafa drukknað það sem af er ári í pólskum stöðuvötnum. Þessi mynd er hins vegar tekin undan ströndinni í Marseille í Frakklandi. AFP

Nærri 250 manns hafa drukknað í Póllandi síðan í apríl, samkvæmt Marzenu Orzynsku, talsmanni lögreglunnar í Póllandi. Heitt hefur verið í landinu í sumar, eins og annars staðar á meginlandi Evrópu.

Líkt og fyrri ár er helsta orsök drukknana sú að fólk fer að að synda eftir að hafa innbyrt áfengi, segir Orzynska við blaðamann AFP-fréttaveitunnar.

Í júlí drukknuðu 75 manns og það sem af er ágústmánuði hafa tíu manns drukknað. Í gær drukknaði til að mynda fertugur maður, sem var ásamt yngri bróður sínum í drykkjublandinni lautarferð við stöðuvatn í grennd við höfuðborgina Varsjá.

Lögregla segir að karlmenn yfir fimmtugsaldri séu stærstur hluti þeirra sem drukkna, en menn á aldrinum 31-50 ára koma þar á eftir. 

Innan við 15% þeirra sem drukknað hafa í sumar eru konur, en drukknanir eiga sér oftast stað við bakka stöðuvatna og áa þar sem ekki er fylgst með sundgestum.

Á síðasta ári drukknuðu 449 manns í Póllandi, samkvæmt lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert