Melania: Styður Lebron gegn Trump

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Melania Trump forsetafrú.
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Melania Trump forsetafrú. AFP

Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur nú komið körfuboltaleikmanninum Lebron James til stuðnings, eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti og eiginmaður Melaniu svívirti James á Twitter.

Hafði Trump gagnrýnt viðtal við James, með því að segja hann vera „látinn líta út fyrir að vera klár“.

Talskona forsetafrúarinnar sagði hins vegar James „vera að gera góða hluti“ í skóla í heimabæ sínum í Ohio. Þá vilji forsetafrúin eiga opin samskipti um þau málefni sem snúi að börnum.

Forsetinn gagnrýndi James eftir að leikmaðurinn sakaði Trump í viðtali á CNN um að valda sundurlyndi.

Svaraði Trump því þá til á Twitter að „Lebron James var í viðtali við heimskasta manninn í sjónvarpi, Don Lemon. Hann lét Lebron virka gáfaðan og það er ekki auðvelt,“ sagði forsetinn í færslu sinni.

Segir fréttaritari BBC í Bandaríkjunum að orð forsetafrúarinnar kunni að vera dulin gagnrýni á eiginmann hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert