Ódæðismennirnir sæti „hámarksrefsingu“

Skjáskot úr útsendingu ríkissjónvarps Venesúela, þar sem Nicolas Maduro Venesúelaforseti …
Skjáskot úr útsendingu ríkissjónvarps Venesúela, þar sem Nicolas Maduro Venesúelaforseti og eiginkona hans Cilia Flores bregðast við háum hvelli sem fylgdi drónaárásinni. AFP

Nicolas Maduro, forseti Venesúela, segir ódæðismennina sem stóðu fyrir drónatilræðinu gegn honum í gær munu sæta „hámarksrefsingu“.

Maduro var að flytja ræðu í Caracas á af­mælisviðburði á veg­um hers­ins í gær­kvöldi þegar sprengjur, sem tveir drónar eru sagðir hafa flutt, sprungu.

Maduro slapp ómeidd­ur frá til­ræðinu en sjö her­menn særðust. Ræðan var sýnd í beinni út­send­ingu í sjón­varpi og þar má sjá þegar for­set­inn lít­ur skyndi­lega upp og er aug­ljós­lega brugðið. Stuttu síðar heyr­ist spreng­ing.

Hefur forsetinn kennt ráðamönnum í Kólumbíu um tilræðið, en stjórnvöld þar í landi segja engan grundvöll fyrir ásökunum Maduro. Þá hafa stjórnvöld í Venesúela einnig beint fingrinum að stjórnarandstöðunni, sem hefur lýst yfir áhyggjum af að stjórnvöld muni sýna enn meiri hörku í aðgerðum sínum gagnvart henni. Fjöldi leiðtoga stjórnarandstöðunnar hefur yfirgefið landið undanfarin misseri og segja linnulaust áreiti stjórnvalda ástæðuna. Þá eru um 200 pólitískir andstæðingar Maduros sagðir hafa verið fangelsaðir.

Hóp­ur upp­reisn­ar­manna sem kall­ar sig „Nati­onal Mo­vement of Soldiers in Shirts“ hef­ur lýst yfir ábyrgð á árás­inni. Hóp­ur­inn birti yf­ir­lýs­ingu á sam­fé­lags­miðlum og þar seg­ir að sprengj­unni hafi verið varpað vegna þess hve illa stjórn for­set­ans hef­ur staðið sig í að bæta kjör íbúa í Venesúela.

Að sögn yf­ir­valda í Venesúela hafa nokkr­ir verið hand­tekn­ir vegna árás­ar­inn­ar en ekki er ljóst hvort upp­reisn­ar­hóp­ur­inn beri ábyrgð á árás­inni í raun og veru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert