Segir fundinn í Trump-turni löglegan

Donald Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi í dag að sonur hans og ...
Donald Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi í dag að sonur hans og nafni, Donald Trump jr., hefði fundað með rússneskum lögfræðingi í Trump-turninum 2016 til að fá upplýsingar um Hillary Clinton. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi í dag að sonur hans og nafni, Donald Trump jr., hefði fundað með rússneskum lögfræðingi í Trump-turninum 2016 til að fá upplýsingar um andstæðing Trump. Varði forsetinn aðgerðirnar og sagði þær hafa verið „fullkomlega löglegar“.

Segir AFP-fréttastofan þetta vera skýrustu játningu Trumps á því að tilgangur með fundinum, sem haldinn var í júní 2016, hefði verið að grafa upp óhróður um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump í bandarísku forsetakosningunum.

Líkt og áður fullyrðir Trump enn að hann hafi ekki vitað af fundinum er hann var haldinn, en Donald Trump jr. fundaði þar með rússneska lögfræðingnum Nataliu Veselnitskaya, sem hefur tengsl við rússnesk stjórnvöld.

„Þetta var fundur til að fá upplýsingar um andstæðing. Fullkomlega löglegt og stöðugt gert í stjórnmálum. Þetta leiddi til einskis og ég vissi ekki af þessu!“ sagði forsetinn á Twitter í dag.

Fundurinn með Veselnitskaya hefur m.a. verið til rannsóknar hjá Robert Mueller, sérstökum saksóknara bandarísku alríkislögreglunnar FBI á meintum afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum. Greindi bandaríska dagblaðið Washington Post frá því í dag að Trump velti því nú fyrir sér hvort sonur hans hafi komið honum í lagalega hættu með fundi sínum með Veselnitskaya.

Hefur Trump sagt frétt blaðsins vera „fullkominn tilbúning“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRING/VORÖNN: ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...