Púkar sögðu honum að drepa

Nikolas Cruz var handtekinn skömmu eftir fjöldamorðið.
Nikolas Cruz var handtekinn skömmu eftir fjöldamorðið. AFP

Nikolas Cruz, sem ákærður er fyrir að skjóta sautján til bana í Parkland-menntaskólanum í Flórída, segist hafa heyrt raddir sem sögðu honum að „brenna, drepa, eyðileggja“ að því er fram kemur í gögnum lögreglu úr yfirheyrslum yfir honum. 

Cruz er nítján ára. Hann var handtekinn skömmu eftir fjöldamorðið 14. febrúar. Samkvæmt því sem fram kemur í lögregluskýrslunum, sem nú hafa verið birtar, bauð lögreglumaður honum vatnsglas við yfirheyrslurnar en Cruz svaraði: „Ég á það ekki skilið.“

Er lögreglumaðurinn fór út úr yfirheyrsluherberginu sagði Cruz við sjálfan sig: „Drepið mig, bara drepið mig.“

Hann sagði lögreglumanninum að púkar væru í höfði sínu og að þeir hefðu farið að angra hann fyrir ári. Þeir hefðu sagt honum að kaupa vopn, drepa dýr og eyðileggja allt.

„Hvað eru þessir púkar?“ spurði lögreglumaðurinn.

„Raddirnar,“ svaraði Cruz. 

„Hvað segja raddirnar við þig?“

„Brenna. Drepa. Eyðileggja,“ svaraði Cruz.

Cruz segist hafa reynt að taka eigið líf tveimur mánuðum fyrir árásina eða um það leyti sem móðir hans lést í nóvember árið 2017. Hann hafi tekið stóran skammt af verkjalyfjum. Þá hafi hann einnig reynt að svipta sig lífi um tveimur árum fyrr.

Cruz segist hafa verið þunglyndur því hann ætti enga vini og væri einmana.

Þegar lögreglumaðurinn spurði hann hvers vegna hann hefði ákveðið að kaupa hálfsjálfvirkan riffil, AR-15, sem talið er að hann hafi notað við fjöldamorðið, svaraði Cruz: „Af því að hann er svalur.“

Kaup Cruz á rifflinum voru lögleg.

Afrit af skýrslutökunni var birt í gær að ákvörðun dómara en fjölmiðlar höfðu farið fram á að fá það afhent. Búið er að má út ákveðna hluta yfirheyrslunnar að því er fram kemur í frétt AFP-fréttastofunnar. 

Skotárásin í Parkland-skólanum er ein sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna.

mbl.is
Verslunar + Lager + Geymsluhúsnæði eða létta starfsemi .
Til leigu í Bolholti 4, 105 Reykjavík Verslunarhúsnæði 235 ferm. laust strax.La...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...