Trump hótar öðrum þjóðum

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Hassan Rouhani, forseti Írans.
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Hassan Rouhani, forseti Írans. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað þeim þjóðum sem ætla að halda áfram viðskiptum við Íran. Viðskiptabann Bandaríkjanna gagnvart Íran tók gildi í nótt. „Hver sá sem verður í viðskiptum við Íran verður EKKI í viðskiptum við Bandaríkin,“ skrifaði forsetinn á Twitter í morgun. 

Viðskiptabann Bandaríkjanna verður sett á skrefum. Enn á eftir að setja á viðskiptabann með olíu en það mun taka gildi í nóvember, segir í frétt BBC um málið.

Forseti Írans segir viðskiptabannið „sálfræðilegan hernað“ sem miði að því að sundra írönsku þjóðinni.

Leiðtogar Evrópusambandsins segjast ætla að vernda fyrirtæki sem standi í löglegum viðskiptum í Íran.

Bandaríkjamenn drógu sig í maí út úr fjölþjóðasamkomulagi um afnám kjarnorkuvopna sem gert var við Íran í tíð Baracks Obama. Í kjölfar þess var viðskiptabanni aflétt en það hefur nú aftur tekið gildi.

Trump hefur ofsinnis gagnrýnt samkomulagið sem hann segir hafa verið einhliða. Hann segir þvinganirnar nú bíta meira en nokkru sinni áður. „Ég bið um HEIMSFRIÐ, hvorki meira né minna!“ sagði enn fremur í Twitter-færslu forsetans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Vatnsafls túrbínur alla gerðir í boði
Getum útvegað allar gerðir af túrbínusettum, fáðu tilboð Er ekki kominn tími t...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 348.500,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...