Segja aðgerðir Bandaríkjamanna óviðunandi

Rússar binda enn vonir við að geta byggt upp jákvætt …
Rússar binda enn vonir við að geta byggt upp jákvætt samband við Bandaríkjamenn. AFP

Stjórnvöld í Rússlandi segja fyrirhugaðar refsiaðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Rússum vera óásættanlegar. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að ákveðið hefði verið að grípa til refsiaðgerða vegna taugaeiturárásarinnar á rússneska njósnarann Sergei Skripal og dóttur hans, Yuliu, í Bretlandi í mars á þessu ári. Bandaríkjamenn segja Rússa hafa brotið alþjóðalög með því að beita efnavopnum með þessum hætti.

Dmitry Peskov, talsmaður ríkisstjórnar Rússlands, sagði í samtali við blaðamenn fyrr í dag að það væri óásættanlegt að Bandaríkjamenn gripu til slíkra aðgerða í tengslum við þetta mál. Hann sagði jafnframt að þrátt fyrir þetta vonuðust stjórnvöld í Moskvu til að geta byggt upp jákvætt samband við stjórnvöld í Washington.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert