Óveður í Danmörku

Í nótt mældust þúsundir eldinga í Danmörku.
Í nótt mældust þúsundir eldinga í Danmörku. AFP

Óvenjumiklir vindar blása nú á Norður-Jótlandi og á Sjálandi í Danmörku. Mestur vindstyrkur í morgun mældist í Limafirði eða 34 m/s. Víða er bálhvasst við vesturströnd Jótlands og á Sjálandi hefur vindur farið í 23,5 m/s.

Í nótt var þrumuveður og mældust um 9.000 eldingar.

Þess er vænst að óveðrið standi í nokkra tíma til viðbótar, að því er veðurfræðingur segir í samtali við danska ríkisútvarpið. „Þetta er í fyrsta skipti sem við fáum storm svo snemma í ágúst og þar með svo snemma árs,“ segir veðurfræðingurinn Christian Cherry.

Í frétt danska ríkisútvarpsins segir að kalt loft frá Íslandi og heitt loft frá meginlandi Evrópu hafi skapað lægðina sem storminum veldur.

Veðrið hefur þegar haft áhrif á samgöngur í Danmörku og var t.d. lestarferðum aflýst á Jótlandi í morgun.

Fram eftir sumri var mjög heitt og þurrt í Danmörku en nú hafa orðið mikil umskipti í veðrinu.

Veður er einnig vott í Svíþjóð og hafa viðvaranir vegna veðurs einnig verið gefnar út þar, segir í frétt sænska ríkisútvarpsins.

mbl.is
Inntökupróf
Inntökupróf verður haldið í læknisfræði í Jessenius Faculty of Medicine í Martin...
Verslunarhúsnæði, Bolholti 4
Til leigu 170 fm. verslunarhúsnæði í Bolholti 4. næsta hús fyrir aftan bensins...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...