Fjórir látnir í skotárás í Kanada

Kanadískur lögreglumaður að störfum. Myndin er úr safni.
Kanadískur lögreglumaður að störfum. Myndin er úr safni. AFP

Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir skotárás í borginni Fredericton í New Brunswick í Kanada. Kanadíska lögreglan greinir frá þessu, en hún hefur hvatt fólk í grennd við skotárásina til að halda sig fjarri og að íbúar haldi sig innandyra með dyrnar læstar.

Uppfært: Lögregla segist hafa handtekið þann sem grunaður er um að hafa framið skotárásina.

Aðstæður í kringum skotárásina eru á huldu, annað en að hún átti sér stað á götunni Brookside Drive, sem er í íbúðahverfi í borginni. Er sjúkra- og slökkvilið á staðnum ásamt lögreglu.

BBC hefur eftir sjónvarpsfréttamanni á svæðinu að hann hafi heyrt skothvelli skömmu eftir kl. 11 að íslenskum tíma, kl. 8 að staðartíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert