Einn látinn eftir sprengingu

Lögreglan að störfum í Salisbury á Englandi.
Lögreglan að störfum í Salisbury á Englandi. AFP

Einn er látinn og annar alvarlega særður eftir að sprenging varð í hergagnaverksmiðju í borginni Salisbury á Englandi.

Sprengingin varð laust eftir klukkan 17 að staðartíma, að sögn fréttastofunnar Sky

Verksmiðjan er nokkrum kílómetrum frá rannsóknarstofu breska varnarmálaráðuneytisins, Porton Down, sem hefur rannsakað novichok-eiturefnaárásirnar.

Búið er að slökkva eldinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert