„Eric elskaði lögregluna“

Eric Torell var tvítugur.
Eric Torell var tvítugur.

„Ég er algjörlega sannfærð um að Eric hélt að lögreglumennirnir væru að leika við hann,“ segir Katarina Söderberg, móðir hins tvítuga Erics Torell, sem skotinn var til bana af þremur lögreglumönnum í Stokkhólmi fyrir rúmri viku. Eric var með downs-heilkenni.

Lögreglunni barst að morgni 2. ágúst tilkynning um mann sem væri að handleika eitthvað sem líktist vopni. Lögreglumennirnir sem komu á vettvang töldu sér ógnað og skutu Eric sem lést skömmu síðar af sárum sínum. Í ljós kom að hann hélt á leikfangabyssu.

Eric bjó ásamt móður sinni í íbúð í Skarpnäck. Stigagangurinn er nú fullur af blómum frá nágrönnum og ókunnugu fólki sem vill votta fjölskyldunni samúð sína.

„Sorgin er botnlaus og það er stórt sár í hjarta mínu,“ segir móðir hans í samtali við sænska ríkisútvarpið. 

Sérstakur saksóknari í Svíþjóð rannsakar nú viðbrögð lögreglunnar. Fjölskylda Erics vill láta rannsaka hvort sækja beri lögreglumennina til saka fyrir að valda dauða hans. Móðir hans telur að hægt hefði verið að bjarga lífi hans ef lífgunartilraunir hefðu hafist strax. Lögregluyfirvöld hafa ekki viljað tjá sig um málið á meðan saksóknari rannsakar það.

„Þetta er svo sorglegt því að Eric elskaði lögregluna,“ segir Katarina Söderberg. „Að hún skuli svo valda dauða hans, það er svo fjarstæðukennt.“

mbl.is
Solbadsstofan Super sól
Solbadsstofan Super sól med nyir bekkir ,standandi og ligjandi ,ljos og kolagen ...
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...