Hafnaði beiðni um frestun aftöku

Alvogen höfðaði samskonar mál vegna aftöku í ríkinu Nevada.
Alvogen höfðaði samskonar mál vegna aftöku í ríkinu Nevada. AFP

Bandarískur dómari hefur hafnað beiðni þýska lyfjaframleiðandans Fresenius Kabi um að hætt verði við fyrirhugaða aftöku fanga í ríkinu Nebraska með banvænni sprautu.

Lyfjaframleiðandinn vildi meina að ríkið hefði fengið lyfin sem á að nota við aftökuna með ólögmætum hætti.

Samskonar mál sem lyfjaframleiðandinn Alvogen höfðaði tafði fyrir aftöku í ríkinu Nevada.

Alríkisdómarinn Richard Kopf komst að þeirri niðurstöðu að Nebraska-ríki mætti framkvæma aftökuna, þá fyrstu í 21 ár, með því að notast við blöndu fjögurra lyfja.

Dauðadeild í bandarísku fangelsi.
Dauðadeild í bandarísku fangelsi. AFP

Þýski lyfjaframleiðandinn vildi meina að hann hefði að öllum líkindum framleitt tvö af þessum lyfjum og að aðild hans aftökunni myndi skaða orðspor fyrirtækisins, sérstaklega í augum evrópsks almennings sem er í miklum meirihluta andvígur dauðarefsingum.

Dómarinn vísaði rökum framleiðandans á bug og sagði að þar sem Nebraska hafi ekki greint opinberlega frá því hvaðan lyfin komu, þá væri málflutningur hans byggður á getgátum.

Fyrirtækið er sagt ætla að áfrýja úrskurðinum en aftakan er fyrirhuguð næstkomandi þriðjudag.

Moore var dæmdur til dauða fyrir að hafa myrt tvo leigubílstjóra árið 1979. Hann hefur ekki mótmælt dauðadóminum en málsóknin getur aftur á móti frestað aftökunni.

mbl.is