Hópslagsmál við gosbrunninn

Hópur ferðamanna við Trevi-gosbrunninn í Róm.
Hópur ferðamanna við Trevi-gosbrunninn í Róm. AFP

Hópslagsmál brutust út við hinn fræga Trevi-gosbrunn í Róm vegna harðrar samkeppni um besta staðinn til að taka sjálfsmynd.

Nítján ára stúlka frá Hollandi og 44 ára bandarísk kona ætluðu að stilla sér upp við brunninn á sama stað til að taka sjálfsmynd. Þetta var á miðvikudagskvöld en á þeim tíma sólarhrings koma flestir að upplýstum gosbrunninum til að taka myndir. Í fyrstu skiptust konurnar á orðum en svo kom til átaka. Ættingjar kvennanna blönduðu sér svo í leikinn.

Hvorug konan vildi gefa eftir, að því er ítalska dagblaðið La Repubblica greinir frá. Að endingu höfðu brotist út hópslagsmál sem átta manns tóku þátt í.

Tveir lögreglumenn komu á vettvang og leystu slagsmálin upp en aðeins nokkrum mínútum síðar hófust þau að nýju og þurfti að kalla fleiri lögreglumenn á vettvang til að stilla til friðar.

Slagsmálahundarnir hlutu aðeins minniháttar meiðsli, s.s. marbletti, en þeir hafa verið ákærðir vegna ólátanna.

Trevi-gosbrunnurinn var hannaður af arkitektinum Nicola Salvi. Giuseppe Pannini lauk við gerð hans árið 1762. 

Frétt Guardian um málið.

mbl.is
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Vatnsafls túrbínur alla gerðir í boði
Getum útvegað allar gerðir af túrbínusettum, fáðu tilboð Er ekki kominn tími t...