Nöfn lögregluþjónanna birt

Lawrence Robert Costello og Sara Mae Helen Burns voru á …
Lawrence Robert Costello og Sara Mae Helen Burns voru á meðal þeirra sem voru skotin til bana. AFP

Lögregluþjónarnir sem voru skotnir til bana í borginni Fredericton í Kanada hétu Sarah Burns og Lawrence Robert Costello. Nöfn hinna tveggja, sem voru almennir borgarar og féllu einnig í skotárásinni hafa ekki verið gerð opinber.

Burns, sem var 43 ára, lætur eftir sig eiginmann og þrjú börn. Costello, sem er 45 ára, lætur eftir sig kærustu og fjögur börn.

Að sögn yfirvalda voru þau að bregðast við útkalli vegna skotárásar og höfðu fundið tvær manneskjur liggja í jörðinni þegar þau urðu fyrir skotum.

Vitni lýstu því fyrir kanadíska fjölmiðilinn CBC að þeir hefðu séð byssuhlaup út um glugga úr íbúð í grenndinni og skotin hafi komið þaðan. 

Sá grunaði er í haldi lögreglu á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir alvarlegum meiðslum í árásinni en hann hefur ekki verið nafngreindur.

Kanadíska alríkislögreglan hefur tekið við rannsókn málsins.

Ekkert hefur komið fram um ástæðuna fyrir verknaðinum.

mbl.is