Segir að Trump sé rasisti

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Fyrrverandi ráðgjafi í Hvíta húsinu og keppandi í raunveruleikaþáttunum Apprentice segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé haldinn kynþáttafordómum og hafi notað „n-orðið“ svokallaða margoft.

Þetta kemur fram í sjálfsævisögu Omaroasa Manigault Newman.

Þar greinir hún frá því að áður en Trump tók við embætti forseti hafi hann notað „n-orðið“ „mörgum sinnum“ á meðan á gerð raunveruleikaþátta hans stóð. Bætir hún við að til sé myndband sem sanni það.

Fréttir hafa áður borist af því að heyrst hafi til Trump nota „n-orðið“ við gerð þáttanna, auk annarra móðgandi orða. Newman kveðst þó ekki hafa heyrt Trump nota orðið sjálf.

Bók hennar nefnist Unhinged og kemur hún út í næstu viku, að sögn The Guardian

Newman segist aftur á móti hafa orðið vitni að rasískum ummælum forsetans um George Conway, eiginmann Kellyanne Conway, ráðgjafa í Hvíta húsinu en George er hálfur Filippseyingur.

Gagnrýnendur Newman hafa haldið því fram að hún sé með bók sinni að leita hefnda eftir að hafa verið sagt upp störfu fyrirvaralaust í desember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Til sölu Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 51 þús. 30 Kw. Blár, hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, leðurklæd...
Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....