Tvennt lést í þyrluslysi í Japan

Þyrlan hrapaði til jarðar.
Þyrlan hrapaði til jarðar. Skjáskot/China Daily

Tvennt lét lífið í þyrluslysi sem varð í Gunma-fylki í Japan í dag. Óvíst er um afdrif sjö annarra sem voru um borð í þyrlunni, samkvæmt japönskum fjölmiðlum.

Í myndskeiði sem sýnt var í japönskum fjölmiðlum má sjá brak þyrlunnar umkringt trjám. Auk þess má sjá fjölda björgunarsveitarfólks.

Þyrlan lagði af stað í fyrirhugaða tveggja klukkustunda flugferð þar sem skoða átti klifurleiðir í Gunma-fylki úr lofti.

Þyrlan skilaði sér ekki til baka á réttum tíma og missti samband við flugumferðarstjórn, samkvæmt Hiroshi Yoshida, lögregluþjóni á svæðinu. Meðal farþega voru slökkviliðsfólk og náttúruvásérfræðingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert