Vinnupallar í hættu vegna óveðurs

Mikið óveður hefur gengið yfir Noreg.
Mikið óveður hefur gengið yfir Noreg. Norden.org

Hætta er á að vinnupallar við stóra byggingu í Ósló geti hrunið vegna mikils óveðurs sem hefur gengið yfir suðurhluta Noregs.  

Lögreglan hefur girt svæðið af til að koma í veg fyrir umferð almennings, að því er Aftenposten greindi frá.

Rafmagn hefur jafnframt farið af á heimilum um 40 þúsund viðskiptavina orkuveitunnar Hafslund vegna óveðursins.  

Um 130 manns hafa verið að störfum í dag á vegum fyrirtækisins vegna ástandsins.

Óveðrið hefur einnig haft áhrif á samgöngur og hafa tré rifnað upp og fallið á lestarteina. Einn slasaðist eftir að hafa orðið fyrir tré.

mbl.is
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
Ný jólaskeið frá ERNU fyrir 2018 komin.
Kíkið á nýju skeiðina á -erna.is-. Hún er hönnuð af Raghildi Sif Reynisdóttur og...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - - ENSKA f. fullorðna - DANSKA- NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRINGTERM / VO...
Mitsubishi Pajero - Instyle - Árg. 2007 - ek. 172þ km - kr. 1.350.000,-
Bíllinn er með olíufíringu og led ljóskösturum. Sumar- og vetrardekk (nagladekk)...