Stal flugvél og brotlenti

Flugvélar á alþjóðaflugvellinum í Seattle.
Flugvélar á alþjóðaflugvellinum í Seattle. AFP

Loka varð Seattle-Tacoma alþjóðaflugvellinum í gærkvöldi eftir að maður stal flugvél og flaug af stað án heimildar frá flugturni. Maðurinn, sem var starfsmaður flugfélags, brotlenti vélinni á eyju skammt frá. 

Fram kemur á vef AFP, að tvær F-15 orrustuþotur hafi veitt flugvélinni eftirför. 

Yfirvöld segja að ekki hafi verið um hryðjuverk að ræða og að enginn annar hafi verið um borð í vélinni, sem er skrúfuhreyfilsvél af gerðinni Q400 og er í eigu Horizon Air.  Vélin brotlenti á eyjunni Puget Sound.

„Þetta var ekki hryðjuverk. Það er staðfest. Þetta var einn maður í sjálfsvígshugleiðingum. Við vitum hver þetta er. Enginn annar tengist málinu,“ sagði lögreglustjórinn í Pierce-sýslu. 

Flugmaðurinn er sagður vera 29 ára gamall karlmaður sem bjó í sýslunni. 

Sjónvarvottar hafa birt myndskeið sem sýnir vélina hringsóla við flugvöllinn og fljúga síðan lágflug yfir sjónum. 

Fram kemur í bandarískum fjölmiðlum að maðurinn hafi starfað sem flugvirki. 

Þá kemur fram að starfsemi á flugvellinum í Seattle sé nú aftur komin í samt horf eftir atvikið. 

mbl.is
ALVÖRU KERRUR FYRIR ATHAFNAFÓLK
Vorum að fá sendingu m.a. af 2 tonna og 2,6 tonna kerrum, tveggja öxla, möguleik...
STOFUSKÁPUR
TIL SÖLU NÝLEGUR HVÍTLAKKAÐUR STOFUSKÁPUR MEÐ GLERHILLUM. STÆRÐ: B=78, D=41 H=9...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...