69 látnir eftir sprenginguna í Sarmada

Leit stendur enn yfir í rústum húsanna í Sarmada. 69 ...
Leit stendur enn yfir í rústum húsanna í Sarmada. 69 eru látnir, þar af 17 börn. AFP

Tala látinna eftir sprengingu í vopnageymslu í bænum Sarmada í Idlib-héraði í gær er nú komin upp í 69. Sýrlenska mannréttindavaktin Syrian Observatory for Human Rights segir flesta hinna látnu hafa verið almenna borgara og að 17 börn séu þeirra á meðal.

Enn stendur yfir leit í rústunum, en tvær byggingar jöfnuðust við jörðu í sprengingunni. Ekki er enn vitað hvað olli sprengingunni, en auk 52 almennra borgara sem létust fórust einnig í 17 liðsmenn Hayat Tahrir al-Sham-vígasamtakanna að sögn mannréttindavaktarinnar.

„Björgunaraðgerðir eru enn í gangi,“ hefur AFP-fréttastofan eftir Rami Abdel Rahman, yfirmanni mannréttindavaktarinnar.

Eru flestir þeirra almennu borgara sem létust sagðir hafa verið tengdir liðsmönnum Hayat Tahrir al-Sham fjölskylduböndum.

Hayat Tahrir al-Sham hefur rúman helming Idlib-héraðsins á valdi sínu og eru vígasamtökin undir stjórn vígamanna sem áður tengdust Al-qaeda.

Uppreisnarmenn hafa einnig hluta Idlib á valdi sínu og sýrlenski stjórnarherinn hefur lítinn hluta suðausturhluta héraðsins undir sinni stjórn. Þá eru vígasamtökin Ríki íslams sögð vera með leynilegar sellur í héraðinu.

Undanfarna mánuði hafa sprengingar og morð valdið miklum usla í héraðinu, en árásirnar hafa mikið til beinst gegn forsprökkum uppreisnarmanna.

Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hefur ítrekað sagt stjórnarherinn ætla að ná héraðinu á sitt vald.

Um 2,5 milljónir manna eru búsettir í Idlib og settist um helmingur þeirra þar að eftir að hafa hrakist frá stríðshrjáðum  héruðum í öðrum hlutum landsins.

mbl.is
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
veggklukka antik veggklukka
er með flotta veggklukku með mjúkum og þægilegum slætti á12,000 kr sími 869-279...
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk 205/55 R16.. Verð kr 12000... Sími 8986048....