Bjargaði eigendum sínum frá aurskriðu

Flóð og aurskriður hafa valdið miklu tjóni í Kerala á ...
Flóð og aurskriður hafa valdið miklu tjóni í Kerala á Indlandi undanfarið. AFP

Hundur í Kerala-fylki á Indlandi bjargaði eigendum sínum frá því að farast í aurskriðu með því að vekja þá rétt áður en aurskriða féll yfir heimilið.

Indverskir fjölmiðlar segja Mohanan P. hafa verið sofandi með fjölskyldu sinni í hinu fjalllenda Idukki-héraði þegar hundur fjölskyldunnar tók að gelta hátt og mikið. Klukkan var þrjú að nóttu og vöknuðu allir í húsinu.

„Ég áttaði mig þá á því að það var eitthvað að. Ég fór út til að sjá hvað væri að og við urðum bara að flýta okkur út,“ sagði Mohanan við indversku NDTV-sjónvarpsstöðina. 

Fjölskyldan var ekki fyrr komin út úr húsinu en aurskriða féll á húsið úr hlíð í nágrenninu og eyðilagði það. Fjölskyldan, og seppi þar með talinn, dvelur nú í flóttamannabúðum í nágrenninu.

Skyndiflóð í kjölfar árlegra monsúnrigninga hafa valdið miklu tjóni á þessum vinsæla ferðamannastað undanfarið. Hafa 39 manns látið lífið og yfir 100.000 eru heimilislausir eftir monsúnrigningarnar í ár.

mbl.is
MOSÓ - Ódýr geymsla fyrir Tjaldvagna
GEYMSLA aðeins fyrir Tjaldvagna SEP til MAÍ Við erum í Mosfellsbær Vinsamle...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...