Dragi úr niðurgreiðslu eldsneytis

Nicolas Maduro, forseti Venesúela, ætlar að draga úr niðurgreiðslum á ...
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, ætlar að draga úr niðurgreiðslum á eldsneyti. AFP

Nicolas Maduro, forseti Venesúela, tilkynnti landsmönnum í sjónvarpsávarpi í gær, að draga verði úr niðurgreiðslu eldsneytis til að stöðva starfsemi smyglara sem svíki landið um milljónir dollara, að því er BBC greinir frá.

„Það verður að selja bensín á alþjóðlegu verði til að stöðva smygl til Kólumbíu og eyja Karíbahafsins,“ sagði Maduro. Líkt og mörg önnur olíuríki býður Venesúela íbúum landsins bensín á mun lægra verði en annars staðar. Smyglarar geta þar með hagnast á því að selja bensínið í nágrannaríkjunum.

Mikil efnahagskreppa er nú í Venesúela og er efnahagur landsins í raun í frjálsu falli. Talið er að verðbólga muni ná milljón prósentum í ár, en verð á bensíni hefur varla nokkuð breyst á sama tíma.

Hafa fjölmiðlar í Venesúela greint frá því að á sama tíma og kaffibolli kosti um 2,2 milljónir bólivara (sem er í kringum 50 kr.) sé hægt að fylla jeppling af bensíni tæplega 9.000 sinnum.

BBC segir forsetann ætla að auka tekjur ríkisins með því að draga úr niðurgreiðslu á bensíni. Maduro fullyrðir þó að „beinar niðurgreiðslur“ verði áfram fáanlegar fyrir íbúa sem framvísi ríkisskilríkjum sínum svo framalega sem þeir skrái bíla sína hjá stjórnvöldum. Hann útskýrði ekki nánar hvernig það kerfi muni virka, en margir landsmenn sem eru ósáttir við stjórn Maduros neita að nota skilríki sín.

mbl.is
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...