12 mánaða neyðarástandi lýst yfir í Genúa

Forsætisráðherra Ítalíu, Giuseppe Conte, hefur lýst yfir 12 mánaða neyðarástandi í borginni Genúa eftir að hluti Morandi-brúarinnar hrundi í gær.

39 eru látnir og 15 eru alvarlega slasaðir. Leit stendur enn yfir í rústunum og verður henni haldið áfram næstu daga en óttast er að fleiri finnist ekki á lífi.

Héraðsstjóri Liguria-héraðs, Giovanni Toti, óskaði eftir því á blaðamannafundi í dag að ítölsk yfirvöld myndu grípa til aðgerða vegna hruns brúarinnar. Aðgerðirnar felast í yfirlýsingu neyðarástands og loforði um fjármagn til héraðsins. Yfirvöld munu leggja fram fimm milljónir evra, eða sem nemur tæplega 620 milljónum íslenskra króna, sem munu standa straum af kostnaði við björgunarstörf og uppbyggingu á svæðinu.

Reiði og angist er meðal íbúa á Ítalíu eftir slysið. Sam­göngu­málaráðherra Ítal­íu, Dani­lo Ton­inelli, hef­ur sagt að um­sjón og viðhald Autostra­de á brúnni hafi verið ófull­nægj­andi og hef­ur kallað eft­ir því að for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins segi af sér. Inn­an­rík­is­ráðherra Ítal­íu, Matteo Sal­vini, hef­ur einnig sagt að „eng­inn sem finnst sek­ur um þessa hörm­ung sleppi við refs­ingu.“ Þá hef­ur for­sæt­is­ráðherr­ann Guiseppe Conte sagt að slík­ur harm­leik­ur megi aldrei end­ur­taka sig.

Svona er umhorfs á brúnni í dag, rúmum sólarhring frá ...
Svona er umhorfs á brúnni í dag, rúmum sólarhring frá því að 200 metra hluti hennar hrundi. AFP
mbl.is
Tveggja herbergja íbúð í Þingholtunum
Tveggja herbergja íbúð til leigu með húsgögnum. Verð 150 þúsund. Íbúðin leigist ...
Masters (50+) námskeið í bogfimi.með þjálfara
Námskeiðið er á mánudögum og miðvikudögum 18:30-20:00 Haust önn Júlí til Desemb...
Mjög góður Runó Megane
Runó Mjög góður Runó til sölu. Bíllinn er mjög vel og lítið ekinn eða 162.000 k...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...