48 létu lífið í sjálfsvígsárás í Kabúl

Sjálfsmorðsárásin átti sér stað í menntasetri í höfuðborginni Kabúl.
Sjálfsmorðsárásin átti sér stað í menntasetri í höfuðborginni Kabúl. AFP

48 létust og 67 særðust í sjálfsvígsárás í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag. Árásin var gerð á menntasetur í vesturhluta borgarinnar. Árásarmaðurinn gekk inn í kennslustund með sprengjubelti um sig miðjan þar sem hann sprengdi sig í loft upp.

Flestir hinna látnu eru táningar sem voru að undirbúa sig fyrir inngöngupróf í háskólanum í Kabúl. Talibanar sverja af sér árásina og talið er að hryðjuverkasamtökin Ríki íslams beri ábyrgð á árásinni.

Þá brutust út átök í Baghlan-héraði í norðurhluta landsins í dag þar sem níu lögreglumenn og 35 hermenn létu lífið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert