Hallquist skrifar sig á spjöld sögunnar

Christine Hallquist.
Christine Hallquist. Vefur Christine Hallquist

Christine Hallquist var í gær valin frambjóðandi demókrata til embættis ríkisstjóra í Vermont og í forvali flokksins. Ef hún verður kjörin næsti ríkisstjóri þá verður hún fyrsti trans-einstaklingurinn til þess að gegna starfi ríkisstjóra í Bandaríkjunum.

Jafnframt var Ilhan Ombar efst í forvali demókrata til fulltrúadeildarinnar fyrir Minnesota en Ombar situr á ríkisþinginu í Minnesota. Ef hún verður kjörin í fulltrúadeildina verður hún ein fyrsta konan sem er bæði íslam-trúar og flóttamaður sem kjörin er í fulltrúadeildina. Ombar er ættuð frá Sómalíu.

Ilhan Ombar.
Ilhan Ombar. Twitter-síða Ilhan Ombar

Samtök LGBTQ fögnuðu mjög valinu á Hallquist í Vermont í gær á Twitter en hún á erfiða baráttu fyrir höndum við frambjóðanda repúblikana, Phil Scott, sem hefur verið ríkisstjóri frá árinu 2016.

Meðal þátttakenda í forvalinu í Vermont var Ethan Sonneborn sem er fjórtán ára gamall. Nýtti hann sér það að hvergi er kveðið á um lágmarksaldur frambjóðenda. Með framboðinu vildi hann sýna fram á nauðsyn þess að koma í veg fyrir að þetta geti endurtekið sig.

Ef Omar verður kjörin á þing þá verður hún fyrsti flóttamaðurinn og önnur konan sem er múslimi sem er valin í forvali demókrata til þingmennsku í fulltrúadeildinni. Í síðustu viku var Rashida Tlaib efst í forvali demókrata í Detroit, Michigan, og þar sem sem hún er ein í kjöri þá er hún örugg um sæti í fulltrúadeildinni. Tlaib er ættuð frá Palestínu.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert