Morð og kveikt í bílum í Svíþjóð

AFP

Nóttin var erfið hjá lögreglunni í Stokkhólmi og Gautaborg en ungur maður var myrtur í úthverfi Stokkhólms og kveikt í fjórum bílum í Gautaborg og nágrenni.

Samkvæmt frétt sænska ríkissjónvarpsins var tilkynnt um hávaða frá íbúð í Haninge-hverfinu í Stokkhólmi skömmu eftir miðnætti. Þegar lögregla kom á vettvang voru þar karl og kona alvarlega slösuð og lést maðurinn, sem var 24 ára gamall, á sjúkrahúsi í nótt. Konan, sem er á þrítugsaldri, liggur þungt haldin á sjúkrahúsi. 

Ekki er vitað hvað  gerðist en lögregla segir að skotvopnum hafi ekki verið beitt og málið sé rannsakað sem morð og morðtilraun.

Frétt SVT

Í Gautaborg og nágrenni var kveikt í fjórum bílum í þremur hverfum. Í gær handtók lögreglan í Gautaborg tvö ungmenni, 16 og 21 árs, vegna gruns um aðild að íkveikjum á mánudagskvöldið en það kvöld var kveikt í 80 bílum víðs vegar um Svíþjóð. Talið er að íkveikjurnar hafi verið skipulagðar á samfélagsmiðlum. Lögreglan segir að fleiri verði handteknir í tengslum við rannsóknina í dag, allt ungmenni.

Frétt

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert