Undirbýr forsetaframboð í fangaklefa

Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu og stofnandi brasilíska Verkamannaflokksins, er einu skrefi nær forsetaembættinu á nýjan leik eftir að stuðningsmenn hans skiluðu inn nauðsynlegum gögnum til að hann geti tekið þátt í forsetakosningunum í Brasilíu sem fara fram í október. Sjálfur situr Lula da Silva bak við lás og slá en hann afplánar tólf ára dóm fyrir mútuþægni og spillingu.

Ólíklegt þykir þó að Lula da Silva fái að bjóða sig fram þar sem óflekkað mannorð er meðal skilyrða sem forsetaframbjóðendur verða að uppfylla.

Lula da Silva gegndi embætti forseta Brasilíu í tvö kjörtímabil árin 2003 til 2010. Forsetinn fyrrverandi nýtur töluverðs fylgis samkvæmt skoðanakönnunum og talið er að um 10.000 stuðningsmenn hans hafi safnast saman við dómshús í höfuðborginni Brasilíu þegar gögnum hans tengdum framboðinu var skilað í dag. „Ég get gert margt til að leiða Brasilíu úr einni af verstu kreppum í sögu þjóðarinnar,“ segir Lula da Silva í bréfi sem hann sendi flokksmönnum, sem telja margir hverjir að forsetinn fyrrverandi hafi hlotið dóm til að koma í veg fyrir endurkjör hans í embætti.

Fyrr­ver­andi for­set­inn hef­ur ávallt haldið fram sak­leysi sínu og seg­ir að póli­tísk­ir and­stæðing­ar vilji hann bak við lás og slá.


Luiz Inacio Lula da Silva gegndi embætti forseta Brasilíu á …
Luiz Inacio Lula da Silva gegndi embætti forseta Brasilíu á árunum 2003-2010. AFP
Stuðningsmenn Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, komu …
Stuðningsmenn Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, komu saman fyrir framan Hæstarétt í dag þegar fulltrúar Verkamannaflokksins skiluðu nauðsynlegum framboðsgögnum vegna forsetaframboðs Lula, sem sjálfur situr í fangelsi. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert