Leita að fólki í rústunum

Björgunarstarfsmenn að störfum í rústunum.
Björgunarstarfsmenn að störfum í rústunum. AFP

Björgunarstarf er fullum gangi í rústum Morandi-brúarinnar sem hrundi í Genúa á þriðjudaginn.

Enginn fannst á lífi í rústunum í gærkvöldi en vonir standa til að einhverjir finnist í dag.

Að minnsta kosti 38 átta létust þegar brúin hrundi.

Björgunarstarfsmaður leitar að eftirlifendum í rústunum.
Björgunarstarfsmaður leitar að eftirlifendum í rústunum. AFP

„Við vorum óheppin í gærkvöldi því við fundum engan. Við erum enn að leita að fólki inni í sprungum, hvort sem það er á lífi eða ekki,“ sagði slökkviliðsstjórinn Emanuele Gissi.

Hann bætti við að leitarstarfið sé hættulegt vegna þess hve rústirnar eru óstöðugar.

„Við erum að reyna að taka í sundur stór stykki af steypu sem féllu af brúnni. Eftir það munum við færa þau með gröfum og senda inn leitarhunda. Svo mun starfsfólk okkar athuga hvort það sjái eitthvað jákvætt.“

AFP

Stjórnvöld á Ítalíu hafa kennt fyrirtækinu Autostrade per l´Italia, sem hefur umsjón með og sinnir viðhaldi á næstum helmingi allra hraðbrauta í landinu, um hrun brúarinnar.

AFP
mbl.is