Finnur að endalokin nálgast

Oleg Sentsov.
Oleg Sentsov. AFP

Úkraínski kvikmyndagerðarmaðurinn Oleg Sentsov, sem hefur verið í hungurverkfalli í næstum hundrað daga, er að missa alla trú á því að honum verði sleppt úr fangelsi í Rússlandi. Þetta kemur fram í máli frænku hans, Nataliu Kaplan, sem fékk nýlega bréf frá Sentsov.

AFP greinir frá málinu. Segir þar að Kaplan hafi í síðustu viku fengið bréf frá Sentsov þar sem hann sagði að hann fyndi að endalokin væru nærri. Segir hún að Sentsov hefði skrifað að bandamenn hans ættu að hætta að telja honum trú um að honum verði fljótlega sleppt þar sem hann sé hættur að trúa slíku.

Natalya Kaplan, frænka Sentsov.
Natalya Kaplan, frænka Sentsov. AFP

Sentsov var dæmd­ur í 20 ára fang­elsi í rúss­nesk­um her­rétti fyr­ir þrem­ur árum en hann var sak­felld­ur fyr­ir hryðju­verk­a­starf­semi. Hann var hand­tek­inn í Kænug­arði eft­ir að hafa tekið þátt í mót­mæl­um.

Í frétt AFP segir að heilsu Sentsov hafi hrakað mjög eftir að hungurverkfallið hófst 14. maí. Hann hafi misst 17 kíló og hjartsláttur hans sé orðinn hægur, eða um 40 slög á mínútu. „Honum er illt í hjartanu og reynir að standa upp sem minnst til að spara orku,“ segir Kaplan.

mbl.is
Hoppukastalar.is er Barnaafmæli eða Veisla framundan ?
Leigðu Hoppukastala, Veislutjöld, Candy Floss. Góð þjónusta á frábæru verði. Ná...
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Antik!!! Bílkasettutæki og hátalarar..
Til sölu Clarion bílkasettutæki ónotað, enn í kassanum..Verð kr 10000 (antik ! )...