H&M fjarlægir myndir

Ætli það séu margar manneskjur með barn á brjósti sem ...
Ætli það séu margar manneskjur með barn á brjósti sem samsvara þessari manneskju? H&M
Sænska fatakeðjan H&M hefur tekið úr umferð auglýsingamyndir á brjóstahaldara fyrir konur með börn á brjósti eftir að hafa fengið á sig harða gagnrýni fyrir hversu óraunhæfar myndirnar af líkama konu með barn á brjósti eru. Fyrirtækið segist skilja gagnrýnina og hún eigi rétt á sér.
Myndirnar sem fylgja auglýsingunni eru af afar grönnum fyrirsætum sem engar bera nein merki þess að hafa gengið með barn. Myndirnar voru teknar úr umferð í gær þegar Annonsrådet, hópur sem er skipaður sérfræðingum innan auglýsingaheimsins, gagnrýndi myndirnar harðlega.

Klädföretag MÅSTE ta ansvar för den bild de förmedlar av oss kvinnor och tjejer. Det här är en bild från H&Ms webbshop, som visar en amnings-BH. Men vilken, VILKEN nyförslöst mamma (eller ej så nyförlöst mamma för den delen) ser ut såhär? Svaret är - ingen. Varför är det så farligt med sådana här bilder då? Jo, såhär: bilden av hur mammor direkt efter födsel ska komma tillbaka till sin ”normala kropp” sätter en enorm press på kvinnor. Får kvinnor att må dåligt, ha ångest, känna sig mindre lyckade eftersom de inte lever upp till hur samhället tycker att mammor borde se ut. Snygga. Slanka. Smala. Alltid till för någon annan att titta på. Tänk om H&M istället skulle ta och använda sig av mammor som faktiskt är kvar i amningsstadiet? Tänk va!

A post shared by Annonsrådet (@annonsradet) on Aug 13, 2018 at 4:38am PDT

 
„Þetta er mynd af vefverslun H&M sem sýnir brjóstagjafahaldara. En hvaða, HVAÐA, nýbakaða móðir (eða hvaða manneskja sem nýlega er orðin móðir) lítur svona út?“ segir á Instagram-síðu hópsins.
 
Annonsrådet segir að ákvörðun fyrirtækisins um að nota fyrirsætur sem hafi aldrei eignast börn sé hættuleg og auki enn á þann fáránlega þrýsting sem settur er á konur um að „verða eðlilegar“ á ný eftir fæðingu.
 
„Ímyndið ykkur ef H&M hefði frekar sýnt ábyrgð og notað mæður sem eru í raun og veru með börn á brjósti í auglýsingum sínum,“ segir enn fremur í færslu á Instagram. „Ímyndið ykkur það!“
 
Joanna Morell, blaðafulltrúi H&M í Svíþjóð, segir í samtali við sænska ríkissjónvarpið að fyrirtækið skildi vel gagnrýnina. „Það er rétt, við erum búin að fjarlægja myndirnar. Við skiljum viðbrögð viðskiptavina okkar og munum gæta vel að okkur í framtíðinni.“
 
Blaðamaðurinn Marie Björk skrifar í skoðunarpistli á vef SVT að sennilega hafi enginn velt myndavalinu neitt sérstaklega fyrir sér hjá H&M áður en auglýsingarnar birtust. „Fitusmánun er svo útbreidd og svo mikil hefð fyrir henni að það þykir eðlilegt að nota horaðar fyrirsætur í hvert skipti sem konur eru sýndar á nærfötunum,“ skrifar hún. „Ég trúi því ekki einu sinni að þeir hafi áttað sig á hvað þetta er hrikaleg móðgun í garð þeirra sem auglýsingin beinist að, það er að segja þeim sem eru með börn á brjósti.“
mbl.is
íbúð með sérinngangi eða sérbýli óskast.
Ábyrg og snyrtileg fjögurra manna fjölsk. óskar eftir húsnæði í Reykjavik og nág...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk,205/55 R16... Verð kr 12000.,,Sími 8986048....
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...