Kofi Annan látinn

Annan gegndi embætti frá 1. janúar 1997 til 31. desember …
Annan gegndi embætti frá 1. janúar 1997 til 31. desember 2006, eða í tíu ár. AFP

Kofi Ann­an, hand­hafi friðar­verðlauna Nó­bels og fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, er látinn, áttatíu ára að aldri.

Frá þessu greinir fréttavefur breska ríkisútvarpsins og hefur eftir alþjóðlegum stjórnarerindrekum.

Annan var fyrsti svarti Afríkumaðurinn til að taka við þessu æðsta embætti Sameinuðu þjóðanna, og gegndi því í tvö tímabil, samtals tíu ár, frá ársbyrjun 1997 til ársloka 2006.

Síðar starfaði hann sem sérstakur sendifulltrúi SÞ í Sýrlandi, þar sem hann leitaðist við að finna friðsamlega lausn á þeirri styrjöld sem þar ríkir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert