41 þúsund smitast af mislingum

Mislingar eru mjög smitandi og mikilvægt er að bólusetja börn …
Mislingar eru mjög smitandi og mikilvægt er að bólusetja börn gegn þeim. AFP

Mislingatilfellum í Evrópu hefur fjölgað mikið, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Yfir 41 þúsund manns smituðust af mislingum fyrstu sex mánuði þessa árs og hefur það leitt til 37 dauðsfalla.

Á síðasta ári voru tilfellin tæplega 24 þúsund talsins og árið áður rúmlega fimm þúsund, að sögn BBC

Sérfræðingar segja skýringuna fyrir þessari aukningu vera þá að færri eru bólusettir gegn sjúkdómnum en áður.

Mislingar eru mjög smitandi og dreifast á milli manna með hósta eða hnerra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert