Hjólaði á fæðingardeildina

Julie Anne Genter sést hér á leiðinni á fæðingardeildina í …
Julie Anne Genter sést hér á leiðinni á fæðingardeildina í gær. AFP

Ráðherra í ríkisstjórn Nýja-Sjálands, Julie Anne Genter, hjólaði á fæðingardeildina í gær til þess að fæða sitt fyrsta barn.

Genter, sem er þingmaður Græningja og mikil hjólreiðamanneskja, býr skammt frá sjúkrahúsinu í Auckland og ákvað að hjóla þennan eina kílómetra frekar en að fara með bíl. Maðurinn hennar hjólaði einnig en Genter var sett af stað enda komin 42 vikur á leið. 

Aðeins nokkrar vikur er síðan forsætisráðherra landsins, Jacinda Ardern, sneri aftur til vinnu en hún eignaðist sitt fyrsta barn í júní. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert