Orrustuþota brotlenti í Svíþjóð

Saab Jas Gripen-orrustuþota.
Saab Jas Gripen-orrustuþota. Wikipedia/Tuomo Salonen

Sænsk orrustuþota brotlenti í Suður-Svíþjóð í morgun, samkvæmt upplýsingum frá sænska hernum. Flugmaðurinn náði að komast út úr flugvélinni og allt bendir til þess að hann sé ómeiddur, samkvæmt fyrstu fréttum. Um Jas Gripen-þotu er að ræða og brotlenti hún skammt frá Ronneby í Blekinge-héraði eftir árekstur við fugl.

Tilkynnt var um atvikið klukkan 9:41 að staðartíma, klukkan 7:45 að íslenskum tíma, þegar vitni sá flugvélina fljúga afar lágt og síðan reykjarmökk. Flugmaðurinn hefur verið fluttur á sjúkrahús til skoðunar.

SVT

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert