Greina frá umfangi aðgerða í Sýrlandi

Rússneskir hermenn í Sýrlandi.
Rússneskir hermenn í Sýrlandi. AFP

Rússar hafa greint frá umfangi hernaðaraðgerða sinna í stríðinu í Sýrlandi. Í myndskeiði frá varnarmálaráðuneyti landsins kemur fram að meira en 63.000 Rússar hafi tekið þátt í bardögum síðan í september 2015.

Á sama tíma hefur rússneski flugherinn farið í 39.000 árásarferðir þar sem hann hefur eyðilagt 121.466 skotmörk uppreisnarmanna. Auk þess hefur hann drepið meira en 86.000 vígamenn.

Ekki var minnst á mannfall rússneskra hermanna eða óbreyttra borgara.

Bashar al-Assad sést hér í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð.
Bashar al-Assad sést hér í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð. AFP

Sýr­lenska mann­rétt­inda­vakt­in Syri­an Observatory for Hum­an Rights segir að minnsta kosti 7.928 óbreyttir borgarar og 10.069 hermenn hafi verið drepnir í flugárásum Rússa.

Rússneskt herlið hefur átt stóran þátt í því að styrkja stöðu hersveita Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, undanfarin þrjú ár í stríðinu í Sýrlandi.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert