Sakaður um líkamsárás vegna eldhústangar

Frá hverfinu Notting Hill í London.
Frá hverfinu Notting Hill í London. Ljósmynd/Wikipedia.org

Miðaldra vísigreifi hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðist á unga kærustu sína eftir rifrildi þeirra á milli vegna eldhústangar.

Brer Ruthven, 54 ára, er sakaður um að hafa gripið um þáverandi kærustu sína Lolu Tyrrell, 19 ára, og ýtt henni harkalega upp að vegg í íbúð í hverfinu Notting Hill í vesturhluta London.

Vísigreifinn Ruthven af Canberra, erfingi aðalstignarinnar Barón Ruthven af Gowrie í sýslunni Perth, er sagður hafa ráðist á kærustuna sína eftir rifrildið um töngina, að því er The Telegraph greindi frá. 

Í dómsal í Westminster lýsti hann sig saklausan af ákæru um líkamsárás. Réttarhöld yfir honum munu hefjast fjórða október þar sem Tyrrell mun bera vitni.

Öskraði og sagði henni að nota gaffal

Parið var statt í íbúð Ruthven þegar meint atvik átti sér stað stað fimmta ágúst á milli klukkan 21.30 og 22.  

Þau eru sögð hafa rifist vegna eldhústangar sem Tyrrell vildi nota við eldun kvöldmatarins vegna þess að hún var ný.

Ruthven lávarður er sagður hafa byrjað að öskra á hana, sakað hana um að vera með stæla, og sagt henni að nota gaffal.

Fleygði henni út úr íbúðinni

Hann er sakaður um að hafa gripið utan um hana, farið með hana að útidyrunum og kastað henni út á götu.

Kærastan er sögð hafa verið lítið klædd þegar hún bankaði á eldhúsrúðuna.

Hún er sögð hafa sagt Ruthven að hún ætlaði að hringja á lögregluna. Svarið sem hún fékk var „farðu til fjandans“.

Þegar lögreglan kom á vettvang á Ruthven að hafa sagt: „Ég dró hana út úr húsinu. Ég meiddi hana ekki. Við stöndum í skilnaði og hún á erfitt með að sætta sig við það.“

Áttu sameiginleg áhugamál

Ruthven, sem gekk í einkaskólann Westminster, er liðsmaður hljómsveitarinnar Melanchodelia.

Hann og Tyrrell hittust í janúar á síðasta ári. Þau náðu strax mjög vel saman og áttu sameiginleg áhugamál á borð við kvikmyndir, listir og tísku.

Ruthven var sleppt úr haldi lögreglunnar gegn tryggingu með því skilyrði að hann hafi ekki aftur samband við Tyrrell.

mbl.is
JEMA Bílalyftur í bílskúrinn
Frábærar skæralyftur sem henta í bílskúrinn,lyfta 1,2 m og 2,8T, glussadrifnar...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...