Salmond sakaður um kynferðislega áreitni

Alex Salmond.
Alex Salmond. AFP

Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, er sakaður um kynferðislega áreitni í skosku dagblaði í dag en Salmonds neitar ásökunum.

Salmonds stýrði Skoska þjóðarflokknum þegar þjóðaratkvæði voru greidd um sjálfstæði Skotlands árið 2014.

Samkvæmt frétt Daily Record hefur lögreglan ítrekað verið beðin um að rannsaka ásakanir tveggja starfsmanna á skrifstofu Salmonds, þegar hann gegndi ráðherraembætti, í Edinborg árið 2013. Málið var sent til lögreglu að lokinni innanhússrannsókn. 

Salmond segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag að ásakanirnar séu fáránlegar og sakar Leslie Evans, sem er einn æðsti embættismaður skosku stjórnarinnar, um að hafa brotið á sér lög. Hann hafi ekki fengið að sjá gögn málsins og því hafi hann ekki getað varið hendur sínar. 

Lögregla neitar að upplýsa um hvort Salmond sé til rannsóknar vegna gruns um saknæmt athæfi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert