Kínverjar segja ummæli Trump óábyrg

AFP

Kínversk stjórnvöld segja það mjög óábyrgt af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að gefa það í skyn að þau væru ekki að gera sitt í því að stuðla að kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu. BBC greinir frá.

Trump skrifaði á Twitter í gær að Kínverjar væru ekki lengur að veita aðstoð í þessu verkefni vegna viðskiptastríðs á milli Bandaríkjanna og Kína. Þá fékk Trump Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til að hætta við fyrirhugaða ferð til Norður-Kóreu, þar sem ekki hefði náðst ásættanlegur árangur í afvopnavæðingunni.

Talsmaður utanríkisráðuneytisins í Kína segir þessi ummæli Trump ekki í samræmi við neinar staðreyndir í málinu. Það væri verulegt áhyggjuefni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert