McCain gagnrýnir Trump í yfirlýsingu

Samsett mynd af John McCain og Donald Trump.
Samsett mynd af John McCain og Donald Trump. AFP

Yfirlýsing sem hefur verið birt frá öldungadeildarþingmanninum John McCain, sem lést úr krabbameini um helgina, hefur verið túlkuð sem gagnrýni á Donald Trump Bandaríkjaforseta.

„Við drögum úr mikilfengleika okkar þegar við ruglum þjóðernisást saman við ættbálkadeilur sem hafa sáð fræjum óánægju og haturs og ofbeldis í öllum heimshornum,“ sagði í yfirlýsingunni sem kosningastjóri hans Rick Davis las upp.

„Við drögum úr honum þegar við felum okkur á bak við múra í stað þess að rífa þá niður, þegar við efumst um kraft hugsjóna okkar, frekar en að treysta þeim til að vera það mikla breytingaafl sem þær hafa alltaf verið,“ sagði í yfirlýsingunni.

„Ég lifði og dó sem stoltur Bandaríkjamaður. Við erum borgarar í merkasta lýðræðisríki heimsins, þjóð með hugsjónir, ekki þjóð blóðs,“ sagði einnig í yfirlýsingunni.

„Ekki missa vonina vegna núverandi erfiðleika okkar, heldur skulið þið ávallt trúa á mikilfengleika Bandaríkjanna vegna þess að ekkert er óumflýjanlegt hérna,“ sagði McCain og bætti við að þjóðin „muni komast í gegnum þessa erfiðu tíma“.

McCain gagnrýndi Trump einnig harðlega á meðan hann var á lífi en frægt er þegar Trump sagði að McCain væri ekki stríðshetja

Talsmaður McCain hefur staðfest að Trump muni ekki mæta í jarðarför hans.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert