Dularfulla Texas-konan fundin

Skjáskot úr öryggismyndavélum.
Skjáskot úr öryggismyndavélum. Skjáskot

Fáklædd kona, sem sést á myndum úr öryggismyndavélum hringja dyrabjöllu á heimili í úthverfi Houston í Texas, er fundin en hennar hefur verið leitað af lögreglu Mont­gomery-sýslu. Á myndskeiðinu sést að hún er með einhvers konar ólar um úlnliði og var óttast að hún væri í hættu. Að sögn lögreglu er konan fundin heil á húfi.

Um er að ræða 32 ára gamla konu sem er fórnarlamb heimilisofbeldis. Unnusti hennar hafði nýverið framið sjálfsvíg þegar hún hringdi á dyrabjöllu húss í Sunrise Ranch aðfaranótt föstudags. Konan dvelur hjá fjölskyldu sinni og verður ekki upplýst um hver hún er að sögn lögreglu. 

Samkvæmt frétt Reuters sýnir myndskeiðið konuna koma að húsinu í engu öðru en stuttermabol. Jafnframt sést að hún er með fjötra um báða úlnliði. 

<a href="https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/08/28/leita_dularfullrar_konu_i_texas/" target="_blank"><strong>Frétt mbl.is</strong></a>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert